Ferill 673. máls. Ferill 674. máls. Ferill 676. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1400 – 673., 674. og 676. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurnum Péturs H. Blöndals um: a) nauðsynlegt iðgjald til Líf eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (673. mál), b) aukna skuldbindingu B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna aukins hluts dagvinnulauna í heildarlaunum opinberra starfsmanna (674. mál), c) skuldbindingu Lífeyrissjóðs starfs manna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (676. mál).

    Ráðuneytið hefur haft fyrirspurnirnar til athugunar og kannað hvernig við þeim verður best brugðist. Ljóst er að forsendur eru ekki nema að hluta fyrirliggjandi og aðrar eru brota kenndar. Þá eru þeir lífeyrissjóðir, sem fyrirspurnirnar taka til, um þessar mundir að ganga frá tryggingafræðilegu mati á stöðu sinni og ársreikningum fyrir árið 1997. Til þess að hægt sé að svara fyrirspurnunum með viðunandi hætti er óhjákvæmilegt að fram fari trygginga fræðilegt mat á fjölmörgum þáttum og útreikningar gerðir í samræmi við tilteknar forsendur sem þarf að ákveða. Þá er þess að geta að áhrif nýgerðra kjarasamninga eru langt í frá komin fram í gögnum lífeyrissjóðanna, en einn þáttur fyrirspurnanna er mat á áhrifum þeirra. Þess má t.d. geta að einungis um 25% stofnana ríkisins hafa lokið gerð aðlögunarsamninga við starfsmenn sína.
    Það er mat ráðuneytisins að næstkomandi haust verði haldbetri forsendur til þess að svara fyrirspurnunum á viðhlítandi hátt. Ráðuneytið leitar skilnings á þessu og væntir jákvæðra viðbragða við því að fyrirspurnunum verði ekki svarað efnislega að svo komnu máli í ljósi framangreindra aðstæðna.