Ferill 720. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1432 – 720. mál.



Fyrirspurn


til umhverfisráðherra um flutning Landmælinga Íslands.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Var ráðherra kunnugt um álit ríkislögmanns frá 1994 þegar hann tók ákvörðun um flutning Landmælinga til Akraness á miðju ári 1996?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á því áliti ríkislögmanns að það þurfi samþykki Alþingis, með sérstökum lögum eða heimild í lögum, áður en tekin er ákvörðun um flutning ríkisstofn ana?
     3.      Hvernig verður komið til móts við kröfur starfsmanna Landmælinga, t.d. varðandi biðlaun, útvegun á sambærilegum störfum hjá ríkinu, fyrirgreiðslu vegna ferðakostnaðar til Akraness og starfslokasamninga?


Skriflegt svar óskast.