Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 11. janúar 1999, kl. 16:06:25 (2973)

1999-01-11 16:06:25# 123. lþ. 52.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 123. lþ.

[16:06]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Til stóð að greidd yrðu atkvæði um afbrigði á þessum tíma en því miður næst það ekki fram. Því verður forseti að reikna með að eftir næstu ræðu fari fram atkvæðagreiðsla um afbrigði. Næsti ræðumaður er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og forseti verður að áætla að ræðu hans ljúki milli klukkan hálfsex og sex. Forseti biður þingmenn um að vera í húsinu um það leyti til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um afbrigðin.