Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 15:55:51 (3084)

1999-01-13 15:55:51# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[15:55]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað fagnaðarefni ef hv. 4. þm. Norðurl. e., sem er leiðtogi eins stjórnarandstöðuflokkanna, lýsir því yfir að hann sé ekki sammála því að það eigi að geyma það að bregðast við dómi Hæstarétar og menn hafi nægan tíma til þess að skoða þau mál. Þá er það fagnaðarefni. En það kemur auðvitað fyrst og fremst niður á öðrum félögum hans í stjórnarandstöðunni sem hafa verið að lýsa öðrum sjónarmiðum hér.