Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 16:05:27 (3092)

1999-01-13 16:05:27# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[16:05]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Rétt er að minna á að yfir 90% af veiðum smábátanna hafa nú verið í þorskaflahámarkinu og ég held um 8% á sóknardögunum. (Gripið fram í.) En, hv. þm., það sem málsvarar jafnaðarmanna eru að leggja til er að taka þennan rétt, jafnvel 9 tonnin. Það á jafnvel að ganga að þeim fáu trillukörlum sem hefðu ekki fengið nema 9 tonn. Það á jafnvel að ganga að þeim og taka þau í burtu (MF: Hefðu þeir lifað af því?) og setja á uppboð. Jafnvel þau. Þetta lýsir hugulseminni og jafnaðarmennskunni betur en nokkuð annað.