Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 17:49:20 (3118)

1999-01-13 17:49:20# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[17:49]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar eins og fram hefur komið í umræðum að viðbragð ríkisstjórnarinnar við frv. sem hér er til meðferðar sé ófullnægjandi. Ég tel reyndar að verið sé að skjóta vandanum á frest um ótiltekinn tíma og þannig megi segja, eins og hæstv. sjútvrh. hefur orðað það í öðru samhengi, að stjórnarmeirihlutinn vilji gefa Hæstarétti langt nef með þeirri afgreiðslu sem hér er uppi. Ég tel það ekki við hæfi, tel eðlilegast að ríkisstjórnin beri ein ábyrgð á þessu máli og við alþýðubandalagsmenn munum ekki greiða atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu sem hér fer fram á eftir.