Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:44:28 (4041)

1999-02-25 14:44:28# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:44]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef verið viðstödd umræður um aðlögun Atlantshafsbandalagsins að breyttum tímum, en hér er tekið á þessu sérstaklega út frá aðlögun Íslands, breyttum aðstæðum, og það hafa orðið m.a.s. þær breytingar innan Atlantshafsbandalagsins að möguleikar okkar á því að koma sjónarmiðum okkar á framfæri eru meiri en áður. Ég fór yfir það um daginn að í samstarfssamningi Samfylkingarinnar, starfssamningi til fjögurra ára, eru ekki áætlaðar nokkrar breytingar á aðild að NATO.