Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:43:44 (4055)

1999-02-25 15:43:44# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:43]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Vissulega eru það tíðindi að samtök launafólks skuli standa að málum með þessum hætti. Það er mjög jákvætt og ber að styðja þá viðleitni.

Í sambandi við þá umræðu sem hér hefur átt sér stað þar sem ýmir þingmenn hafa verið að láta í það skína að það sé einhver óskaplegur munur á stefnu Framsfl. og Sjálfstfl. í utanríkismálum. Sá munur er vissulega allnokkur en ég vil geta þess að ég tala hér fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ræðan sem ég flyt hér er fyrir hönd ríkisstjórnar og þau sjónarmið sem þar eru sett fram eru sjónarmið ríkisstjórnar Íslands í utanríkismálum, eins og ég vænti þess að utanrrh. Alþfl. í fyrri ríkisstjórn og síðustu tveimur ríkisstjórnum hafi talað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar en ekki Alþfl.