Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 15:47:16 (4058)

1999-02-25 15:47:16# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[15:47]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er oft gott hjá hv. þingmanni að vitna í ummæli manna frá fyrri tíð. En það væri gott að hann gerði það alltaf rétt því ummæli Gylfa Þ. Gíslasonar sem hann vitnar í voru ívitnun í fræga ræðu Winstons Churchills, sem Gylfi vitnaði í. (HG: Og gerði að ...) Nei, ræða hans gekk síðan út á það að vera ekki sammála þessari afstöðu þannig að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson veit auðsjáanlega hvert tilvitnunin var sótt. En af hverju sagði hann ekki frá því? Ég vil spyrja hv. þm. af því að hann getur komið hér upp aftur: Hversu oft er hann búinn að segja héðan úr þessum ræðustól að ef Íslendingar eða meiri hluti Alþingis taki ákveðna ákvörðun, þá sé búið að afsala fullveldi landsins? Ég man í fljótu bragði eftir því að hann hafi sagt þetta við tvö tilefni, þ.e. að við séum búin að afsala þessu fullveldi tvívegis. Man hann eftir fleiri dæmum um að hafa sagt slíkt?