Orkulög

Föstudaginn 26. febrúar 1999, kl. 11:36:05 (4120)

1999-02-26 11:36:05# 123. lþ. 73.1 fundur 543. mál: #A orkulög# (eignarhlutur Rafmagnsveitu ríkisins í félögum) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 123. lþ.

[11:36]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var undarleg ræða hjá hv. þm. og raunar svo ómálefnaleg að furðu sætir hjá þeim hv. þm. Það kom ekkert fram, hvorki í máli mínu né í greinargerð með frv., um að hér sé sérstaklega verið að ræða um landsbyggðina. Það kemur ekkert fram í greinargerð með frv. að tilgangurinn sé að lækka orkukostnað á landsbyggðinni. Í máli hv. þm. Sturlu Böðvarssonar var lögð áhersla á að markmiðið væri að gera þessi fyrirtæki hagkvæmari. Ég held að við getum verið sammála um það.

Ég vil því mótmæla þeim dylgjum sem komu fram í máli hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar um að ég og fleiri talsmenn Samfylkingarinnar sem tóku þátt í umræðunni séum á móti jöfnun orkukostnaðar.

Vegna umræðunnar um heita vatnið vil ég aðeins minna á að hér voru samþykkt vatnalög, að mig minnir árið 1923, þar sem samþykkt var að vatn skyldi vera í einkaeign. Því miður, því ég er sannfærð um það að ef sú afdrifaríka ákvörðun hefði ekki verið tekin árið 1923 eftir mjög mikil pólitísk átök þá væri staðan í þessum málum önnur.