Bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra

Mánudaginn 01. mars 1999, kl. 15:35:05 (4185)

1999-03-01 15:35:05# 123. lþ. 74.1 fundur 305#B bifreiðakaupastyrkir til fatlaðra# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 123. lþ.

[15:35]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í fyrirspurninni hef ég þegar svarað hv. þm. skriflega en vil bæta við, þar sem hann spyr áfram, að sú regla að eldri en 70 ára fá ekki bílastyrk er kannski það sem umdeilanlegast er í þessari reglugerð. Fyrir fjórum árum síðan var það þannig að þótt menn sæktu um styrk, þá náðu ekki allir í styrkinn sinn. En núna á undanförnu ári hafa miklu fleiri sótt um styrki en fá þá og þess vegna höfum verið með þetta í nákvæmri endurskoðun. Ég vil segja við hv. þm. að þegar þeirri endurskoðun er lokið og hún liggur fyrir þá mun ég að sjálfsögðu sýna félögum hans í ríkisstjórn þær tillögur og vona að þær fái góðar undirtektir.