Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

Laugardaginn 06. mars 1999, kl. 12:23:41 (4369)

1999-03-06 12:23:41# 123. lþ. 79.6 fundur 135. mál: #A sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur# frv. 33/1999, ÁE
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 123. lþ.

[12:23]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég á sæti í hv. efh.- og viðskn. og hef ásamt öðrum nefndarmönnum unnið að þessu frv. milli umræðna. Eins og formaður nefndarinnar, hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, gerði grein fyrir þá liggja fyrir fjölmargar brtt. og málið hefur fengið mjög vandaða umfjöllun. Ég ritaði ásamt öðrum stjórnarandstæðingum undir málið með fyrirvara. Hann lýtur að því að vitaskuld getur verið álitaefni hvort undanþiggja eigi tilteknar stofnanir frá því að falla undir þessi lög. Við gerum tillögu um það í brtt., þ.e. öldrunarstofnanir. Ég er hins vegar sannfærður um að þessi löggjöf verður til mikilla bóta fyrir öll þau félög sem koma til með að vinna eftir henni, þannig að fljótlega verða allar sjálfseignarstofnanir og samsvarandi samtök komin undir þessa löggjöf. En ég vildi, herra forseti, af því ég ritaði undir málið með fyrirvara, gera grein fyrir því í hverju hann var fólginn en að öðru leyti styð ég þetta mál.