Verðbréfasjóðir

Laugardaginn 06. mars 1999, kl. 12:25:35 (4370)

1999-03-06 12:25:35# 123. lþ. 79.8 fundur 224. mál: #A verðbréfasjóðir# (innlendir sjóðir) frv. 17/1999, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 123. lþ.

[12:25]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir lítilli brtt. við þetta frv. eins og það var afgreitt frá 2. umr.

Á eftir 5. gr. í frv. komi ný grein sem verði 41. gr. í lögunum sem er svohljóðandi:

,,Verðbréfasjóður getur höfðað mál í eigin nafni fyrir hönd einstakra eigenda hlutdeildarskírteina til ógildingar á skírteinum.``

Þetta er til hagræðingar fyrir bæði eigendur skírteinanna og sjóðina sjálfa og til að gera þessa starfsemi ódýrari og þægilegri.