Beiðni um utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 10:38:59 (4478)

1999-03-09 10:38:59# 123. lþ. 82.91 fundur 333#B beiðni um utandagskrárumræðu# (aths. um störf þingsins), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[10:38]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Þegar það kom til umræðu með okkur dómsmrh. í síðustu viku að það væri ósk um að efna til umræðu utan dagskrár um þetta mál kom í ljós að hæstv. dómsmrh. hafði ekki tök á því að gera það í síðustu viku og nú er hann í fylgd forseta Íslands í Rómaborg að sinna skyldustörfum sínum þar. Það var líka samdóma álit okkar að það væri í sjálfu sér ekki mikils virði að ég tæki þátt í umræðum um þetta.

Nú hefur hv. þm. komið sjónarmiðum sínum á framfæri og að sjálfsögðu verður séð til þess að þau sjónarmið komist til yfirvalda dómsmála og lögreglumála og tekin verði afstaða til þeirra sjónarmiða sem hv. þm. hreyfði en það var ekki nein neitun af minni hálfu að efna til utandagskrárumræðu um málið. Ég taldi hins vegar að einsýnt væri að það væri betra, eins og hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir vakti máls á, að dómsmrh. sjálfur tæki þátt í þeim umræðum.