Lífeyrissjóður sjómanna

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 21:05:00 (4764)

1999-03-10 21:05:00# 123. lþ. 84.12 fundur 324. mál: #A Lífeyrissjóður sjómanna# (heildarlög) frv. 45/1999, fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[21:05]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Í tilefni af afgreiðslu þessa máls vil ég láta eftirfarandi koma fram:

Í umfjöllun um þetta frv. til laga um Lífeyrissjóð sjómanna hefur fjárhagsstaða sjóðsins komið til umræðu. Ljóst er að vandi sjóðsins veldur margvíslegum erfiðleikum sem eru að hluta vegna lagasetningar um 60 ára lífeyrisaldur sjómanna. Málefni sjóðsins munu áfram verða til skoðunar í fjmrn. og mun ráðuneytið, í samráði við samtökin sem að sjóðnum standa, kanna leiðir til þess að takmarka röskun á högum þeirra sem réttindi eiga í sjóðnum.

Þessu til viðbótar, herra forseti, vil ég lýsa ánægju minni með þær brtt. sem efh.- og viðskn. flytur hér við 3. umr. og það samkomulag helstu aðila að sjóðnum sem að baki þeim liggur.