1999-03-11 00:45:12# 123. lþ. 84.25 fundur 585. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi# frv. 43/1999, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[24:45]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. að í 1. gr. frv. kemur fram að markmiðið sé að laða erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi með því að endurgreiða þetta tímabundið. Það er meginmarkmiðið vegna þess að við teljum okkur hafa möguleika á að ná til slíkra aðila einmitt um þessar mundir.

En til að mismuna ekki innlendum og erlendum aðilum þá gilda þessar tímabundnu endurgreiðslur bæði fyrir innlenda og erlenda framleiðendur. Það vil ég undirstrika með andsvari mínu við ágætis nál. að öðru leyti.