Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:59:39 (4909)

1999-03-11 10:59:39# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:59]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Í þessari tillögu felst að það eigi að hækka uppbætur um 10 þús. kr. flatt á alla. Það kom ekki fram í umræðum í gær hvað þetta mundi kosta. Þeir hafa ekki reiknað það út sem flytja tillöguna en mér skilst að þetta muni kosta upp undir 3,5 milljarða. Ég teldi miklu nær að reyna að hækka þá sem verst eru staddir í þessum hópi en hækka alla flatt. Það er einmitt það sem stjórnvöld hafa verið að gera, (Gripið fram í: Gerðu tillögu.) þ.e. að koma til móts við þá sem verst standa og ég segi því nei. (BH: Þau hafa ekki gert það.)