Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:01:49 (4910)

1999-03-11 11:01:49# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:01]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Í þessum b-lið 4. gr. frv. er fjallað um skerðingu lífeyris hjóna ef bæði fá lífeyri. Minni hlutinn er með þessari brtt. að taka undir álit frá aðgerðarhópi aldraðra sem telur að mismunun fólks eftir heimilishaldi stríði gegn jafnrétti og að skerðing grunnlífeyris af þessari ástæðu feli því í sér ranglæti. Af þeim sökum telur minni hlutinn að ákvæðinu þurfi að breyta þannig að lífeyrir hjóna sem bæði fá lífeyri verði tvöfaldur lífeyrir einstaklings í stað þess að skerða lífeyri fólks einungis vegna þess að það er í sambúð. Ég segi því já.