Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:20:24 (4916)

1999-03-11 11:20:24# 123. lþ. 85.15 fundur 585. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi# frv. 43/1999, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:20]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Þegar þetta mál var til umfjöllunar í hv. iðnn. komu þar bein skilaboð til okkar nefndarmanna að ef einhverjar breytingar yrðu gerðar á þessu frv. væri mikil hætta á því að frv. yrði stoppað og það kæmi ekki til afgreiðslu. Ég ásamt fleirum í nefndinni gerðum miklar athugasemdir við það að ef, eins og segir í 7. gr., umsækjandi hafi hlotið styrk til framleiðslu sömu myndar fái hann ekki endurgreitt. Þrátt fyrir þetta ákvæði og úr því að við gátum ekki fengið þessu breytt, þá ákvað ég að undirrita þetta álit nefndarinnar án fyrirvara. Mér þótti það miður en til þess að fá málið í gegn samþykkti ég það og þess vegna segi ég já.