Yfirlýsing frá Samfylkingunni

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:45:31 (0)

1999-03-25 10:45:31# 123. lþ. 90.92 fundur 403#B yfirlýsing frá Samfylkingunni# (aths. um störf þingsins), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 123. lþ.

[10:45]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það er skrýtin fylking, þessi Samfylking. Ég vil láta það koma fram vegna þess áburðar sem kom fram í máli hv. 11. þm. Reykn. að ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu ekki brotið lög um fjárreiður ríkisins í því sem gert hefur verið að undanförnu og stendur ekki til. Hafi þingmaðurinn ekki áttað sig á því, þá eru allir þeir samningar sem hann gerði að umtalsefni að sjálfsögðu og eðli máls samkvæmt með fyrirvara um fjárveitingar af hálfu Alþingis.

Ég vildi bara að þetta kæmi fram, herra forseti. Að öðru leyti eyði ég ekki orðum á slíkan málflutning.