Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 14:47:11 (442)

1998-10-15 14:47:11# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[14:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Samkvæmt frv. er ekki gert ráð fyrir því að hægt sé að tengja heilsufarsupplýsingar við ættfræðilegar upplýsingar, ekki nema með sérstöku leyfi tölvunefndar. Það er grunnur málsins og kemur fram í frv.

Varðandi hitt hvað valdi því að einhver aðili sé tilbúinn að leggja allt að 10--20 milljarða í þennan gagnagrunn þá kemur skýrt fram í frv. að verið er að tala um að þróa ný lyf við ýmsum sjúkdómum og það er grundvöllur málsins. Verið er að tala um að þróa læknisfræði og lyfjafræði og það er mergur málsins, virðulegi þingmaður.