Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 12:37:36 (520)

1998-10-16 12:37:36# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[12:37]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. að við höfum náð miklum og glæsilegum árangri. Það er alveg hárrétt. Það er líka hárrétt að ástæða er til að ætla að á Íslandi sé ríkjandi mikið trúnaðartraust milli lækna og sjúklinga. En hvers vegna fór ég með þessi varnaðarorð? Það er vegna þess að það eru þeir sem hafa náð þessum glæsilega árangri. Það eru þeir, sem hafa verið fremstir í flokki um að byggja upp íslenskt heilbrigiskerfi og gera það að því sem það er, það eru þeir sem vara við. Það eru þeir sem vara ákafast við að fara út á þá braut að búa til þennan miðlæga gagnagrunn. Ég er eingöngu að taka undir þau varnaðarorð. Það eru varnaðarorð þeirra sem best hafa unnið að þessu og ættu þess vegna gerst til að þekkja.