Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 10:33:53 (586)

1998-10-22 10:33:53# 123. lþ. 15.91 fundur 72#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 123. lþ.

[10:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Klukkan 13.30 fer fram umræða utan dagskrár um aðlögunarsamning við fangaverði. Málshefjandi er hv. 2. þm. Suðurl., Guðni Ágústsson, og hæstv. dómsmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í allt að hálfa klukkustund.

Klukkan tvö fer fram önnur umræða utan dagskrár um íbúaþróun á landsbyggðinni. Málshefjandi er hv. 4. þm. Norðurl. e., Árni Steinar Jóhannsson. Hæstv. forsrh. verður til andsvara. Umræðan fer einnig fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í allt að hálfa klukkustund.