Leiklistarlög

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 13:12:10 (620)

1998-10-22 13:12:10# 123. lþ. 15.17 fundur 146. mál: #A leiklistarlög# (heildarlög) frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 123. lþ.

[13:12]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi landshlutaleikhús vegna þess að ráðherrann sýndi af sér nokkurn ótta ef hlutskipti hans yrði að setja fram leiklistarlög þar sem boðið væri upp á eitthvað sem ekki væri jafnræði. Ég benti honum á þessa leið, hún er greiðfarin ef hann óttast að ekki verði um jafnræði að ræða ef byggðasjónarmiðum er sinnt. Ég mun auðvitað tala fyrir þessari leið áfram í hv. nefnd. Ég vænti þess að þegar hæstv. menntmrh. hefur íhugað málið nánar sjái hann að jafnræði getur falist í öðru en því að allir séu eins. Stundum felst jafnræðið einmitt í því að fá að vera svolítið öðruvísi.