Hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Fimmtudaginn 12. nóvember 1998, kl. 10:35:24 (1047)

1998-11-12 10:35:24# 123. lþ. 23.16 fundur 107. mál: #A hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum# frv., Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 123. lþ.

[10:35]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um frv. til laga um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Nefndin tók þetta mál fyrir, sendi það ekki út til umsagnar en fékk á sinn fund Ólaf Ísleifsson hjá Seðlabanka Íslands.

Með frumvarpinu er lagt til að heimiluð verði hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 85,3 millj. sérstakra dráttarréttinda í 117,7 millj. Hækkunin hefur ekki áhrif á hag ríkissjóðs og með því að taka þátt í hækkuninni viðheldur Ísland atkvæðavægi sínu í stjórn sjóðsins. Hækkunin var samþykkt af sjóðsráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 30. janúar 1998.

Efh.- og viðskn. mælir með samþykkt þessa frv. óbreytts.