Hvalveiðar

Fimmtudaginn 12. nóvember 1998, kl. 11:59:16 (1061)

1998-11-12 11:59:16# 123. lþ. 23.19 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 123. lþ.

[11:59]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu eru það einkaaðilar sem stæðu í þessu. En ég tel að ríkið þyrfti að styrkja þetta og það yrði þáttur í því að stórauka þróunarhjálp Íslendinga sem hefur verið, eins og ég gat um, skammarlega lítil. Þetta leysir líka vandamálið við að koma hvalafurðum í lóg, sem menn hafa nefnt, það að Íslendingar borða ekki nægilega mikið af hval til að við getum veitt hval. Þannig getum við veitt hval eins og okkur lystir og eins og talið er að stofnarnir þoli á sjálfbæran hátt. Við gerum heilmikið gagn úti um allan heim þar sem kemur upp alls konar neyð, hungursneyð af alls konar ástæðum, vegna fellibylja og slíks, og við getum haft þessar hvalveiðar, a.m.k. fyrsta kastið, til þess að bæta úr þeirri neyð.