Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 18:56:12 (1204)

1998-11-17 18:56:12# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[18:56]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það sannast hið margkveðna að vissulega er hægt að tala fólk burt af landsbyggðinni ef við gætum okkar ekki og höfum ekki bjartsýni í farteskinu. Þess vegna fannst mér að niðurlag ræðu hv. þm. hefði mátt vera inntakið í allri ræðunni en ekki aðeins þetta síðasta að við yrðum að gæta að því sem jákvætt er og horfa til uppbyggingar en ekki til þess sem miður fer um landið. Síst á að hafa ástæðu til þess að koma hingað upp og kvarta yfir því að sveitarstjórnarmenn telji ástæðu til að kvarta. Þá er dálítið langt gengið.