Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 19:31:43 (1219)

1998-11-17 19:31:43# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[19:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þegar þessi tillaga var rædd í þingflokknum hafði ég þegar fyrirvara um hana og ég er ekki búinn að gera upp hug minn. Ég tel að þessi tillaga sé á margan hátt til bóta frá núverandi kerfi, hún sé til bóta þótt hún sé ekki góð. Oft getur maður stutt hluti sem eru til bóta, jafnvel þó maður sé alls ekki sáttur við þá og mundi sjálfur vilja ganga miklu lengra en hér er gert ráð fyrir.

Önnur leið er sú að koma með breytingartillögur við tillöguna og það má vel vera að ég hyggi að slíku en ég þarf sem sagt að skoða það þegar kemur að síðari umr.