Útsendingarstyrkur ljósvakamiðla á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:14:49 (1248)

1998-11-18 14:14:49# 123. lþ. 26.2 fundur 34. mál: #A útsendingarstyrkur ljósvakamiðla á Suðurnesjum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:14]

Kristján Pálsson:

Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu vandamáli á Suðurnesjum. Ég vil á þeim stutta tíma sem ég hef hér lýsa yfir undrun minni á því að Ríkisútvarpið skuli ætla að innheimta sérstakt gjald til þess að eðlilegur styrkur sé á útsendingum á Suðurnesjum. (Menntmrh.: Það er bara spurningin um loftnet.) Mér finnst dálítið merkilegt ef Suðurnesjamenn eiga að þurfa að kaupa sér dýrari loftnet en notendur á höfuðborgarsvæðinu til að ná sambærilegum sendingum, en allir borgum við nefgjald til að fá yfirleitt þessa þjónustu inn á heimilin og óháð því hvar við erum staddir. Ég vona að það sé ekki meiningin að menn þurfi að greiða sérstakt gjald til að þeir nái almennilegum sendingum.

Ég er einn af þeim sem búa á Suðurnesjum og veit að útsendingarstyrkurinn er mjög misjafn. Hann er sérstaklega slæmur hjá Bylgjunni, a.m.k. þar sem ég bý, en þetta er mjög mismunandi eftir því hvar maður býr á Suðurnesjum, hvernig þessi styrkur kemur fram til notenda.