Tryggingagjald

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 18:23:51 (1389)

1998-11-19 18:23:51# 123. lþ. 28.9 fundur 228. mál: #A tryggingagjald# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 123. lþ.

[18:23]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ráðherrann svo að með frv. ætli hann að auka lífeyrissparnað og að heimilt verði að halda eftir ákveðnu hlutfalli af iðgjaldsstofni til að greiða mótframlag á móti lífeyrisiðgjaldi, 1/10 af því sem starfsmaðurinn mundi greiða. Það sem ég átta mig ekki á er hvernig samhengið er við greiðsluna í tryggingasjóð, og ef ég tók rétt eftir, að ráðherrann hafi nefnt þar 450 milljónir. Mundi ráðherra vilja útskýra það örlítið nánar?