Staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:06:52 (1441)

1998-11-30 16:06:52# 123. lþ. 29.1 fundur 117#B staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:06]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Mér þykir þessi saga ekkert bág. Ef við værum hvergi verr staddir en hvað varðar þessar ILO-samþykktir þá held ég að við gætum sofið sæmilega rólega.

VSÍ hefur ekkert neitunarvald um það hvaða samþykktir eru fullgiltar hér, bara að það sé skýrt, og ASÍ hefur heldur ekkert sjálfdæmi um það hvaða samþykktir eru fullgiltar hér. En ég hef farið fram á það að þessir tveir aðilar, ásamt félmrn., ræði ítarlega og í þaula þessar samþykktir og undirbúi með okkur í félmrn. þær nauðsynlegu lagabreytingar sem af fullgildingu kunna að hljótast. Það er verið að vinna í þessu einmitt þessa dagana og vegna samþykktar 156 höfum við beðið ASÍ annars vegar og VSÍ hins vegar að koma með hugmyndir að texta sem þeir telja sig geta lifað við. Og þetta tel ég vera nokkuð farsæl vinnubrögð.