Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 15:11:17 (1666)

1998-12-04 15:11:17# 123. lþ. 33.14 fundur 176. mál: #A Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[15:11]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. og nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. við frv. til laga um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.

Nefndin hefur fjallað um málið og sent það allvíða til umsagnar eins og rakið er í nál. frá meiri hluta nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar mælir með því að frv. verði samþykkt með brtt. sem er í þremur liðum og ég mun nú gera grein fyrir.

Í 1. lið brtt. er gert ráð fyrir því að stjórn sjóðsins verði skipuð með sama hætti og nú er. Það er breyting frá því sem segir í frv. að því leyti að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins mun tilnefna einn mann en í frv. er gert ráð fyrir því að fjmrh. tilnefni þann mann.

Í öðru lagi er í 1. lið brtt. gert ráð fyrir því að fjmrh. ákveði þóknun stjórnarmanna en hún verði ekki ákveðin af stjórninni sjálfri.

Í 2. lið brtt. er tæknileg breyting sem er til samræmis við núgildandi ákvæði 16. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þar er um að ræða tæknilega breytingu sem varðar örorkulífeyri.

Í 3. lið brtt. er gert ráð fyrir því að 15. gr. breytist og að þar verði óskað eftir umsögn Fjármálaeftirlits áður en samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er breytt.

Að öðru leyti leggur meiri hluti efh.- og viðskn. til að frv. verði samþykkt.