Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:59:46 (1706)

1998-12-07 14:59:46# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:59]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er ekki viss um að ég komist yfir að svara öllu þessu í stuttu andsvari. Um persónuverndina hefur komið mjög skýrt fram í yfirferð heilbrn. að persónuverndin er trygg. Við höfum fengið gögn um það bæði frá Lagastofnun, Skýrsluvélum ríkisins og fleiri aðilum.

[15:00]

Um tölvunefnd og hlutverk hennar vil ég sérstaklega taka fram að frv. sem hv. þm. vitnaði í áðan er ekki beint tengt við þetta frv. sem við fjöllum um hér vegna þess að þar er um tilskipun frá Evrópusambandinu að ræða sem við munum sjálfsagt færa í lög óháð þessu gagnagrunnsfrv. Það er reyndar ekki orðið þingskjal og ekki komið frá þingflokki en tölvunefnd verður að sjálfsögðu í miklu hlutverki eins og fram kemur í frv. þar sem væntanlegur starfsleyfishafi á að greiða fyrir eftirlit tölvunefndar. Að sjálfsögðu verður tölvunefnd mjög öflug til þess að geta sinnt því eftirliti sem kveðið er á um í lögunum.