Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 14:30:23 (1774)

1998-12-08 14:30:23# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[14:30]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Vera kann að ræða mín verki svo að hún geri persónulega tortryggilega einhverja þingmenn sem hér hafa talað en það er þá vegna þess að þeir hafa sjálfir gert sig persónulega tortryggilega, og á það var ég einmitt að varpa ljósi að með því að blanda vísvitandi saman í umræðunni hér, með tilvitnunum í vísindamenn, vísindarannsóknum á mönnum þar sem upplýsts samþykkis er krafist og meðferð upplýsinga sem safnað er, ekki í vísindaskyni, er verið að gera hluti tortryggilega á röngum forsendum löngu eftir að búið er að sýna fram á að þetta á ekki við. Þá er eðlilegt að menn spyrji: Hvers vegna er verið að halda þessu fram í þingræðum löngu eftir að búið er að sýna fram á að þetta er rangt? (Gripið fram í.)