Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:39:40 (2013)

1998-12-10 17:39:40# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:39]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Hv. þm. hefur kvartað yfir orðalagi einstakra brtt. og einnig hvernig 4. gr. frv. er orðuð. Það liggur að sjálfsögðu ekki annað fyrir en að greiða atkvæði um tillögurnar eins og þær liggja fyrir og frv. eins og það liggur fyrir nú og ef mönnum sýnist svo að þörf sé á leiðréttingum, þá verður að gera það milli 2. og 3. umr. Sérstakar tillögur verða að koma fram um það hvernig þær leiðréttingar eiga að líta út og vera því að forseti getur auðvitað ekki tekið upp á eindæmi sitt að breyta orðalagi hvorki tillagna né efnisatriða í frv.