Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:41:05 (2249)

1998-12-14 13:41:05# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:41]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að fella niður raunveruleg skólagjöld í framhaldsskólum, þ.e. þann hluta skólagjalda sem varið er til almenns rekstrar framhaldsskólanna. Heildarupphæð þessara gjalda á þessu ári er um 233 millj. kr. og þar er um að ræða ýmiss konar gjöld sem m.a. ganga til rekstrar nemendafélaga. Við gerum ekki tillögu um að þau verði öll felld niður heldur aðeins sá hluti þeirra sem gengur til almenns rekstrar framhaldsskólanna. Við teljum að með þessu móti sé verið að marka mjög mikilvæga stefnu, þá stefnu að rekstur hinna almennu skóla í landinu sé ekki kostaður með gjöldum á nemendur.