Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 13:48:24 (2252)

1998-12-14 13:48:24# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[13:48]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Fyrir þinginu liggur nú frv. til nýrra leiklistarlaga. Svipur þeirra laga virðist ætla að verða sá að ýmsar grónar leiklistarstofnanir eru uggandi um sinn hag. Ein þeirra er Leikfélag Akureyrar en um framlög til þess er samningur við Akureyrarbæ sem hér er lagt til að hækki um 5 millj. kr. Jafnframt er lagt til að starfsemi áhugaleikfélaga fái aukið framlag. Samþykktir þessara breytinga eru líklegar til þess að leikhúsfólk trúi að með nýrri löggjöf sé raunverulegur vilji Alþingis til að efla leikhússtarfsemi. Hér reynir því á hinn raunverulega vilja, herra forseti. Ég segi já.