Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:38:42 (2261)

1998-12-14 14:38:42# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:38]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Með þessari tillögu vill minni hlutinn koma til móts við óskir Náttúruverndar ríkisins um framlög til gerðar náttúruverndaráætlana og til þess að efla landvörslu á Hornströndum, við Mývatn og víðar um land. Hér er í raun um algera lágmarksupphæð að ræða og ljóst að leggja þarf verulega aukið fé til náttúruverndarmála á næstu árum ef við ætlum að standa vörð um dýrmæta náttúru lands okkar. Ég segi já.