Beiðni um fundarhlé

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 14:04:42 (2291)

1998-12-15 14:04:42# 123. lþ. 41.93 fundur 172#B beiðni um fundarhlé# (um fundarstjórn), KH
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[14:04]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Viðbrögð virðulegs og réttsýns forseta vors valda mér nokkrum vonbrigðum. Hann telur að þar sem fulltrúar meiri hlutans hafi sýnt þau viðbrögð að hlé á fundinum muni ekki leiða til neins árangurs og þá beri að fara eftir því. Hér hafa formenn allra þingflokka stjórnarandstöðunnar farið fram á að gert verði nokkurra mínútna hlé svo að tóm gefist til að ræða saman og ræða við forseta. Ég tek undir þá kröfu að reynt verði að átta sig á því hvernig við ætlum að hafa þinghaldið fram að jólahléi. Ég endurtek ósk um að fundi verði frestað þó ekki væri nema í 10--15 mínútur.