Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 18:48:32 (2348)

1998-12-15 18:48:32# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[18:48]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst ber að svara spurningunni: Til hvers eru vísindarannsóknir almennt? Er það til að koma höggi á fólk eins og hv. þm. sagði áðan? Það er fyrst og fremst til að auka heilbrigði manna, bæta lyf og heilbrigðisþjónustu almennt. Til þess eru vísindarannsóknir og þess vegna er þetta frv. til umfjöllunar. Vegna þess að við sem leggjum frv. fram trúum því að við munum bæta vísindarannsóknir í landinu og efla þær. Hv. þm. spyr mig hvort við þiggjum mútur. Hann spyr hvort við þiggjum mútur. Það hef ég aldrei gert eða minn flokkur. Ég hlýt að spyrja hv. þm.: Trúir hann því að við þiggjum mútur? Hefur hv. þm. sjálfur þegið mútur?