Afnám laga um húsaleigu sem fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 12:09:55 (2484)

1998-12-17 12:09:55# 123. lþ. 44.13 fundur 322. mál: #A afnám laga um húsaleigu sem fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar# frv. 168/1998, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[12:09]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um afnám laga nr. 62/1984, um húsaleigu sem fylgir breytingum á vísitölu húsnæðiskostnaðar.

Nefndin leggur til að frv. þetta verði samþykkt óbreytt. Nefndin vill jafnframt beina því til ríkisstjórnarinnar að láta kanna í hve miklum mæli vísitölur eru enn við lýði sem greiðsluviðmið og leggur til að reynt verði að leggja til atlögu við slík viðmið eftir því sem rétt og eðlilegt þykir.

Þá vill nefndin beina því til félagsmálaráðherra að vel verði staðið að kynningu þeirrar breytingar sem frumvarpið felur í sér verði það að lögum og að stöðluðum eyðublöðum skv. 4. gr. húsaleigulaga verði breytt við gildistöku laganna til samræmis við efni þeirra.