Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 17:47:56 (2627)

1998-12-18 17:47:56# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[17:47]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði: Ég tel það ekki loddaraskap þó að menn viðri skoðanir sem ég kann að vera ósammála, séu þær skoðanir studdar rökum. Það tel ég ekki loddaraskap.

Ég leyfi mér aðeins að vitna hér í viðtal við Sigurð Líndal, virtan lagaprófessor, þar sem hann segir, með leyfi herra forseta:

,,En ég verð að segja að mér finnst umræðan um þessi mál eins og á vitfirringahæli. Rausið í honum Ágústi Einarssyni og Valdimar Jóhannessyni, sem ausa rugli yfir þjóðina, er hreinasta þjóðarskömm.``

Þetta segir einn af virtustu lagaprófessorum okkar um hina yfirborðskenndu umræðu. Ég ítreka það hins vegar að þegar fólk styður mál sitt rökum þá er það hvorki loddaraskapur né lýðskrum, þá er það stefnufesta. Hitt er svo annað mál hvort menn eru sammála þeirri stefnu, það er allt annað mál.