Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 18. desember 1998, kl. 23:02:47 (2674)

1998-12-18 23:02:47# 123. lþ. 45.3 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, 344. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (grásleppuveiðar) frv., MF (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 123. lþ.

[23:02]

Margrét Frímannsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Forseti vitnaði áðan til þingskapa og sagði að tvennt þyrfti til til þess að hægt væri að halda nefndarfundi á meðan þingfundir standa og að annað væri samþykki nefndarmanna. Það hefur ekki verið borið undir okkur hvort við samþykkjum að fundurinn verði haldinn í umhvn. eða allshn. Það hefur ekki verið leitað eftir neinu samþykki af hálfu stjórnarandstöðunnar til þess. En ég spyr virðulegan forseta: Hefur forseti samþykkt að þessi fundir verði haldnir á þeim tíma sem þeir voru boðaðir?