1998-12-20 02:24:21# 123. lþ. 48.11 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 123. lþ.

[26:24]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég frábið mér þessa útúrsnúninga. Ég er alveg sannfærð um að þeim lífeyrisþegum sem ekki fá nema tæpar 200 kr. í kjarabót er enginn hlátur í hug þó að hv. þm. sé með eitthvert skrúðmælgi um miðja nótt. Það er alvarlegt þegar stór hópur er út undan á þessum tímum þegar svona ofsalegur uppgangur er í þjóðfélaginu og allir eiga að hafa það svo gott í þessu fína góðæri. Þá er það ríkisstjórnin, ég ætla ekki að segja að það sé Framsfl. einn og sér heldur ríkisstjórnin sem ekki sinnir þessum hópi og hann er út undan hjá þessari ríkisstjórn.