Undirritun Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:39:41 (4923)

1999-03-11 11:39:41# 123. lþ. 85.18 fundur 41. mál: #A undirritun Kyoto-bókunarinnar# þál., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:39]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það eru meiri háttar mistök af hálfu íslenskra stjórnvalda að undirrita ekki þessa bókun innan tilskilins frests. Það eru afleit skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Ísland, í hópi ríkustu þjóða heims, ætlar að skerast úr leik í sambandi við þetta mál og gera að skilyrði að Ísland fái opið hús fyrir mengun frá stóriðjufyrirtækjum.

En það er ekki nóg að undirrita bókunina. Það þarf einnig vilja og samkvæmni til að standa við ákvæði hennar. Ég hef gagnrýnt að ekki er hægt að gera kröfu um að verða samstiga öðrum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og standa að uppbyggingu stóriðju í landinu, styðja við það eins og t.d. Samfylkingin ætlar að gera og hefur sýnt á Alþingi. Það er alger ósamkvæmni í slíkri afstöðu. Ég er á móti því að vísa þessari till. til ríkisstjórnarinnar. Alþingi á að taka afstöðu og ég segi nei.