Ferill 40. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 40 — 40. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um skipstjórnarnám.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hversu margir stunda nú skipstjórnarnám á 1., 2. og 3. stigi og hvar fer það nám fram?
     2.      Hversu margir hafa lokið skipstjórnarnámi undanfarin tíu ár, skipt eftir stigum og skólum?
     3.      Byggjast breytingar á skipstjórnarnámi á könnun um mannaflaþörf á næstu árum? Hvað var lagt til grundvallar og hvað er reiknað með að mikil þörf verði fyrir fólk með skip­stjórnarmenntun á næstu árum?
     4.      Er þess gætt við þær breytingar sem eru að verða á skipstjórnarnámi að menntunin verði viðurkennd á EES-svæðinu?


Skriflegt svar óskast.