Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 138  —  138. mál.



Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um hreinsun jarðvegs vegna meintrar mengunar á Nickel-svæðinu.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



     1.      Hver er ástæða þess að utanríkisráðuneytið hefur nú ákveðið að Íslendingar leggi fram fjármuni til hreinsunar jarðvegs á svokölluðu Nickel-svæði?
     2.      Hvað veldur því að úrelt mannvirki á svæðinu, sem í tengslum við afhendingu lóranstöðvarinnar á Gufuskálum var samið um að Íslendingar sæju um að rífa, standa enn óhögguð?
     3.      Ef mengun reynist á svæðinu í þeim mæli sem margt bendir til mun þá herinn greiða kostnaðinn við hreinsun svæðisins?