Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 165  —  163. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skuldbindingu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hversu háar eru væntanlegar árlegar greiðslur (í b-lið lífeyrisgreiðslur og kostnaður að frádregnum iðgjöldum) Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingis­manna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna:
       a.      réttinda sem sjóðfélagar hafa þegar öðlast (áunnin réttindi),
       b.      réttinda sem sjóðfélagar hafa og munu öðlast með greiðslu iðgjalda, þ.e. framreiknuð réttindi?
        Svar óskast sundurliðað eftir árum, 1998–2075. Enn fremur komi fram hvað sjóðirnir geti greitt með eignum sínum, væntanlegum iðgjöldum, sbr. b-lið, og vöxtum umfram hækkun launa og hvað muni falla á launagreiðendur. Reiknað verði með þeim sjóð­félögum sem áttu réttindi hjá sjóðunum í árslok 1997.
        Hversu stórt hlutfall af tekjusköttum hvers árs eru þessi útgjöld að óbreyttum tekju­skattslögum?
     2.      Hver er heildarskuldbinding þessara lífeyrissjóða og hversu langt dugir eign þeirra til greiðslu hennar?
     3.      Hvernig skiptist heildarskuldbinding að frádreginni eign sjóðanna á
       a.      ríkissjóð, sundurliðað eftir A- og B-hluta,
       b.      sveitarfélög,
       c.      aðra?
     4.      Hversu margir sjóðfélagar eiga „eign“ allt að 1 millj. kr., hversu margir eiga þar yfir, allt að 2 millj. kr., hversu margir eiga þar yfir, allt að 3 millj. kr. o.s.frv. ef gengið er út frá því að „eign“ hvers sjóðfélaga sé fundin með því að skipta heildarskuldbindingu sjóðanna á sjóðfélaga þeirra samkvæmt áunnum réttindum hvers og eins?
     5.      Hversu margir sjóðfélagar kusu að greiða til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í stað B-deildar, sbr. 4. og 5. mgr. 4. gr. laga nr. 1/1997, eða í stað Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga nr. 2/1997? Hvað kostar þetta val ríkissjóð og aðra launagreiðendur þegar greitt er í A-deild hærra iðgjald og af öllum launum í stað daglauna einvörðungu þó að á móti komi lægri skuldbindingar í B-deild?
     6.      Hver hefur verið árleg meðalávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins umfram meðalhækkun dagvinnulauna opinberra starfsmanna árin 1978–97? Hvaða ávöxtun er lögð til grundvallar útreikningnum?
     7.      Hvernig er iðgjald til A-deildar háð raunávöxtun miðað við framreikning eigna sjóðsins samkvæmt vísitölu neysluverðs (t.d. 4,5%, 3,5%, 2,5%, 1,5%)?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.


    Þessi fyrirspurn var borin fram á síðasta þingi (676. mál) en í svari ráðherra kom fram að ekki lægju fyrir nægilegir útreikningar til að svara fyrirspurninni á viðhlítandi hátt en að þeir mundu liggja fyrir á haustdögum. Því er fyrirspurninni nú aftur beint til ráðherra.