Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 249  —  222. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðendur fjármagnstekjuskatts og söluhagnað af hlutabréfum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig skiptast fjármagnstekjur, sem sæta sérstakri 10% skattlagningu, og skattur á þær fyrir árið 1997 eftir:
              a.      eignum,
              b.      heildartekjum og
              c.      fjármagnstekjum framteljenda (einstaklinga) og
              d.      fjölda, kyni og aldri greiðenda?
        Óskað er eftir að í svari sé miðað við fimm til tíu tekju- og eignabil (a–c-liðir) og jafn­marga hópa skv. d-lið þannig að skiptingin gefi góða mynd af dreifingu greiðenda og tekjum og eignum.
     2.      Hve stór hluti af framtöldum söluhagnaði er af sölu á hlutabréfum í fyrirtækjum í:
              a.      verslun og þjónustu,
              b.      iðnaði,
              c.      sjávarútvegi?


Skriflegt svar óskast.