Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 369  —  309. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 46/1991, um búfjárhald, forðagæslu o.fl.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Rannveig Guðmundsdóttir, Árni M. Mathiesen,


Kristín Halldórsdóttir, Magnús Stefánsson, Svavar Gestsson.



1. gr.


    Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Eigendum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, er skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Ákvæði þetta skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem tryggt þykir að af því hljótist engin hætta fyrir umferð, svo sem í heimalöndum eða afréttum sem liggja hvergi að alfaraleiðum. Viðkomandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnir skulu setja í samþykktir sínar um búfjárhald, sbr. 3.–4. gr., nauðsynleg ákvæði í þessu sambandi að höfðu samráði við lögreglustjóra. Engin slík ákvæði, sem heimila hagagöngu stórgripa utan girðinga, sbr. 2. málsl. þessarar málsgreinar, öðlast þó gildi nema landbúnaðarráðherra staðfesti þau.

2. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2000.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var flutt á síðasta þingi og einnig tvívegis á síðasta kjörtímabili en varð þá ekki útrætt. Því miður hefur sá vandi sem því er ætlað að leysa, þ.e. umferðaróhöpp og slys sem tengjast lausagöngu stórgripa, síst minnkað.
    Til marks um það er ný samantekt á umferðaróhöppum sem tengjast búfé úr ritgerð Huga Hreiðarssonar um þau efni (fskj. II) og blaðagrein hans um málið (fskj. I).
    Tíðni alvarlegra umferðaróhappa og slysa, sem rekja má til lausagöngu stórgripa á og við þjóðvegi víða um landið, er alvarlegt áhyggjuefni. Á árinu 1989 starfaði nefnd að því að kanna til hvaða ráðstafana væri unnt að grípa í því skyni að minnka umferð vörslulauss bú­fjár á þjóðvegum og gera tillögur til úrbóta. Nefndin var m.a. skipuð fulltrúum frá Vegagerð, Búnaðarfélagi og Umferðarráði, auk þess sem í henni sat einn bóndi, landgræðslustjóri og deildarstjóri umhverfisdeildar landbúnaðarráðuneytisins.
    Ein meginniðurstaða nefndarinnar var að leggja til að lausaganga stórgripa yrði endanlega aflögð. Einn nefndarmanna hafði þó fyrirvara á um þá tillögu, sbr. skýrslu nefndarinnar sem birt er sem fskj. V með frumvarpi þessu.
    Þessi tillaga nefndarinnar náði ekki fram að ganga í sinni upphaflegu mynd heldur varð niðurstaðan sú með setningu nýrra laga um búfjárhald vorið 1991 að gefa sveitarstjórnum afdráttarlausar heimildir til að fyrirskipa vörslu á sínu svæði. Þótt fjölmargar sveitarstjórnir hafi brugðist við í framhaldi af setningu laganna vorið 1991, sbr. fskj. IV, tíðkast lausaganga stórgripa enn á nokkrum svæðum við meiri háttar umferðaræðar og bólar ekki á aðgerðum af hálfu viðkomandi sveitarstjórna. Þetta ástand er, eins og dæmin sanna, með öllu óviðun­andi og því þykir flutningsmönnum tímabært að taka af skarið.
    Í áðurnefndri skýrslu færa nefndarmenn m.a. fram eftirfarandi rök fyrir þeirri tillögu sinni að banna lausagöngu stórgripa:
    „Hrossum landsmanna hefur fjölgað á undanförnum árum. Víða eru þau í vörslu allt árið og mikið hefur dregið úr hrossabeit á afréttum. Töluvert er samt um að hross séu í lausa­göngu í heimahögum og eiga þá oft greiðan aðgang að þjóðvegum.
    Staðfestar skýrslur sýna að alvarlegustu umferðarslysin, þar sem búfé á hlut að máli, eru árekstrar ökutækja og hrossa.
    Í skýrslum frá lögreglustjóraembættum er getið um 130 umferðarslys á árunum 1986–1988, þar sem ekið hefur verið á hross og lögregla kölluð á vettvang. Óhætt er að fullyrða að töluvert fleiri óhöpp hafi orðið þar sem lögreglan er ekki alltaf kölluð á staðinn og skýrsl­ur því ekki gerðar.
    Slys hafa orðið á mönnum, ökutæki stórskemmst eða eyðilagst og gripir drepist.
    Bótakröfur eru miklar og í flestum tilvikum eru bifreiðaeigendur gerðir ábyrgir.
    Hvað nautgripi varðar eru þeir nær undantekningarlaust í vörslu allt árið og slys af þeirra völdum eru mjög sjaldgæf. Nefndin telur hins vegar að með tilliti til búskaparhátta sé eðlilegt að um þá gildi sömu reglur og um hross.
    Mun auðveldara og ódýrara er að girða griphelda girðingu fyrir hross og nautgripi en fyrir sauðfé.
    Með hliðsjón af ofangreindu leggur nefndin til að eigendum eða umráðamönnum nautgripa og hrossa verði gert skylt að hafa gripina í vörslu allt árið, þ.e. að koma í veg fyrir lausa­göngu þeirra.“
    Enn fremur segir í skýrslunni um þetta:
    „Fjölmargar sveitarstjórnir hafa notfært sér framangreindar heimildir [heimildir laga til að takmarka búfjárhald, áður búfjárræktarlög og lög um búfjárhald í kaupstöðum og kaup­túnum, nú lög um búfjárhald, forðagæslu o.fl.] til takmörkunar á búfjárhaldi, en samræmingu skortir og framkvæmd reglnanna er ekki alls staðar sem skyldi. Hér er því lagt til að eigend­um stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, verði gert skylt að hafa þá í vörslu allt árið en áfram verði í gildi ákvæði sem heimili sveitarstjórnarmönnum að takmarka eða banna lausagöngu annars búfjár.
    Er þá til þess að líta að tjón af völdum stórgripa í umferðinni eru mun alvarlegri en tjón af völdum annars búfjár og bann við lausagöngu hrossa er nú mun víðar í gildi, bæði á afrétt­um og heimalöndum, en bann við lausagöngu sauðfjár. Þykir nefndinni því tímabært að stíga það skref að banna alla lausagöngu stórgripa með lögum.“
    Þessar niðurstöður nefndarinnar og rökstuðningur eru enn í fullu gildi. Þó svo að fjöl­margar sveitarstjórnir hafi á síðustu árum tekið á þessum málum og margar bannað lausa­göngu hrossa eða stórgripa, sbr. fskj. IV, tíðkast lausaganga enn á mörgum stöðum, jafnvel þar sem þjóðvegir með miklum umferðarþunga liggja eftir endilöngum sveitarfélögum.
    Á ákveðnum leiðum er það þannig að sjaldan líður svo mánuður að ekki komi til óhappa sem tengjast lausagöngu stórgripa. Er í því sambandi óhjákvæmilegt að nefna Húnavatns­sýslur og Skagafjörð en þar eru óhöpp af þessu tagi hvað tíðust.
    Skylt er að geta þess að mikið hefur verið gert undanfarin ár til að ráða bót á þessu ástandi. Þannig hefur lögreglan, bæði á Sauðárkróki og Blönduósi, lagt sig fram um að fá bændur og sveitarstjórnir til samstarfs um að taka á þessum málum.
    Upplýsingar um fjölda óhappa sem tengjast búfé á landinu öllu eru fengnar frá Vegagerð ríkisins sem hefur unnið þær upp úr lögregluskýrslum. Allar þessar upplýsingar og töflur eru birtar í fskj. III.
    Ljóst er að í framhaldi af lagabreytingu af þessu tagi verða væntanlega breytingar á ábyrgð málsaðila ef umferðaróhöpp verða eftir sem áður vegna þess að stórgripir sleppa úr vörslu eða vörsluskylda er með öllu vanrækt. Reynir þá væntanlega á heimildir gildandi laga til að skipta tjóni, þ.e. lækka eða fella niður bætur, ef sá sem fyrir tjóninu verður, í þessu til­viki eigandi stórgripsins eða gripanna, er meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi, sbr. 88. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Með vísan til þessarar heimildar er það niðurstaða flutnings­manna að leggja ekki til breytingar á umferðarlögum að svo stöddu. Meginregla 88. gr. um að sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu á vélknúnu ökutæki skuli bæta tjón sem hlýst af notkun þess mun að sjálfsögðu haldast. Aðeins í þeim tilvikum að vörsluskylda væri vanrækt eða hún gáleysislega framkvæmd er líklegt að heimild 3. mgr. sömu greinar umferðarlaga um að lækka eða fella niður bætur yrði virk. Einnig er rétt að hafa í huga að lögð er til nokk­ur aðlögun að gildistöku laganna (1. september 2000) sem m.a. mætti nota til að meta hvort þörf væri á að breyta öðrum lagaákvæðum í kjölfar þess að Alþingi samþykkti almenna vörsluskyldu stórgripa. Núverandi staða er óviðunandi, bæði vegna þeirrar hættu á alvarleg­um slysum sem lausaganga stórgripa skapar, en einnig vegna hins að staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum. Það tekur einnig til mögulegrar meðábyrgðar eiganda gripanna á slysi í þeim sveitarfélögum þar sem lausaganga er bönnuð, sbr. t.d. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í október 1993. Í kjölfar hans hefur þess aðeins orðið vart að lausagöngubann sé fellt úr gildi í sveitarfélögum þar sem búið var að koma því á. Er slíkt auðvitað óþolandi afturför.
    Loks er rétt að geta þess að í ákvæðum vegalaga er að finna það nýmæli í 56. gr. að lausa­ganga alls búfjár er bönnuð á vegsvæðum þar sem girt er beggja megin vegar. Slíkt lausa­göngubann á þeim vegsvæðum, sem þegar eru lokuð af með girðingum, kemur þó engan veg­inn í stað vörsluskyldu stórgripa, óháð ástandi girðinga meðfram vegum, eins og hér er lagt til.
    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. september 2000 þannig að eigendum stórgripa, sveitar­stjórnum og öðrum málsaðilum gefist nokkur aðlögunartími að gildistöku þeirra.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lagt er til að ótvíræð vörsluskylda verði lögð á eigendur stórgripa, þ.e. í þessu sambandi nautgripa og hrossa, og sérstaklega tekið fram að þeim, þ.e. eigendunum, beri að sjá til þess að slíkir gripir gangi ekki lausir á þjóðvegum eða við þá. Þessi vörsluskylda skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem þannig háttar til að fullvíst og tryggt má telja að af því geti ekki stafað hætta fyrir umferð. Hægt er að hugsa sér þær aðstæður að beitarlönd liggi þannig úr alfaraleið að ekki sé nein hætta á að gripirnir komist á þjóðvegi eða í umferð sem máli skipti. Um slík tilvik skulu þá gilda sérstök ákvæði í samþykktum við­komandi sveitarstjórna og um þau haft samráð við lögreglustjóra. Þá skal samþykki landbún­aðarráðherra koma til, en sveitarstjórnir hafa hins vegar, sbr. 5. gr. laganna, sjálfstæða heim­ild til að fyrirskipa vörslu. Ekki þykir rétt að á grundvelli hennar megi nýta hið undanþæga ákvæði um hagagöngu stórgripa utan girðinga án þess að samþykki landbúnaðarráðuneytis komi til.

Um 2. gr.


    Rétt þykir að gefa nokkuð rúman aðlögunartíma bæði sveitarstjórnum og eigendum stór­gripa sem kunna að þurfa að gera tilteknar ráðstafanir til að geta uppfyllt ákvæði frumvarps­ins.


Fylgiskjal I.


Hugi Hreiðarsson:

Búfjárslysum fjölgar. Á annað hundrað slys á ári.


(Morgunblaðið 4. janúar 1998.)



    Frá árinu 1990 hafa rúmlega 600 ökumenn lent í árekstri við búfé á vegum landsins. Flest eru þessi slys á þjóðvegi 1 og þá helst að sumarlagi. Í könnun sem greinarhöfundur gerði í nóvember hjá 30 lögregluembættum landsins kom í ljós að á árunum 1994 til 1996 drápust alls 411 kindur og 129 hross eða samtals 540 skepnur. Til viðmiðunar var gerð samskonar könnun fyrir árin 1986 til 1988 en þá drápust 450 skepnur.
    Í þessum ákeyrslum var oftast um minniháttar óhöpp að ræða. Tjón var að jafnaði innan við 100.000 kr. en þó urðu nokkur alvarleg slys. Þau svæði sem oftast eru nefnd í skýrslum lögreglu eru Húnavatnssýsla og Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Þessi svæði eiga það einnig sameiginlegt að þar hafa flest alvarlegustu slysin orðið, þetta eru mikil landbúnaðarhéruð og þar er mikill ökuhraði á vegum.










(Kort: Ákeyrslur á hross eða kindur á þjóðvegum landsins.)














60 milljónir til bænda og búfjáreigenda.
    Kostnaður af völdum ákeyrslna á búfé er margvíslegur og eru stærstu tjónþolendur öku­menn sjálfir. Undanfarin ár hafa þeir þurft að bera kostnað af eigin tjóni sem og að greiða bændum eða búfjáreigendum bætur fyrir dýrið hafi það drepist. Tjónatölur ökumanna vegna skemmda á bifreiðum liggja hins vegar ekki fyrir þar sem þær fara sjaldan í gegnum trygg­ingakerfið. Ástæður eru oftast þær að ökumenn sjá sér ekki hag í því að láta tryggingakerfið greiða tjónið vegna bónusmissis.
    Í samtölum við lögregluvarðstjóra víðs vegar um land kom fram að aðeins hluti af þessum tjónum kom inn á þeirra borð. Nefndu þeir að ökumenn létu hjá líða að tilkynna óhapp þar sem greiðsla fyrir búfé bættist við þeirra tjón á ökutæki. Einnig minntust þeir á slys þar sem ökumenn reyna að forðast árekstur á búfé en lenda þess í stað utan vegar, stundum með alvarlegum afleiðingum. Slík tjón væru hvergi skráð sem afleiðing af lausagöngu búfjár.
    Einu haldbæru tölurnar sem hægt er að byggja á eru þær bætur sem bændur og búfjáreig­endur fá fyrir þær skepnur sem drepast. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum námu þessar greiðslur um 60 milljónum króna frá árinu 1990 til 1996 eða um átta og hálfri milljón króna á ári. Samkvæmt þeim útreikningum er meðalgreiðsla fyrir hross um 195.000 kr. og um 7.600 kr. fyrir lamb eða kind.
    Þessar tölur eru þó aðeins lítill hluti af heildartjónakostnaði. Til viðbótar greiðslum til bænda og búfjáreigenda má bæta við slysatryggingum ökumanna, vinnutapi, dánar- og ör­orkubótum og kostnaði við sjúkrapláss. Enginn þeirra sem greinarhöfundur ræddi við var til­búinn að áætla heildarkostnað vegna þessara tjóna á ári en þó er ljóst að um verulegar fjár­hæðir er að ræða.

„Lifum enn í bændaþjóðfélagi.“
    Til að kanna viðhorf tryggingafélaganna var haft samband við Sumarliða Guðbjörnsson,
deildarstjóra tjónadeildar hjá Sjóvá-Almennum. Hann sagði tryggingafélögin enn bíða eftir róttækum aðgerðum stjórnvalda. „Það þarf að umbylta þeim hugsunarhætti sem fram kom í hæstaréttardómi fyrir nokkrum árum þar sem sagði að búfénaður Íslands ætti frían og frjálsan aðgang að þjóðvegum landsins. Þetta bændahugarfar þarf að breytast til að þessi mál komist í lag. Þarna er ekki verið að hugsa um öryggi vegfarenda heldur einungis um hag bú­fjáreigenda. Að okkar mati ætti sá sem á eða hefur umsjón með búfé að vera ábyrgur fyrir því tjóni sem það kann að valda á þjóðvegum landins. Þjóðvegir eru lagðir til að flytja fólk og vörur en ekki til að hýsa búfé á eða við vegstæði. Hins vegar þarf líka að framfylgja betur lögum þar sem segir að veghaldara eða lögreglu sé heimilt að fjarlægja búfé sem hætta stafi af við vegstæði. Í dag er lítið eða ekkert gert að því þó svo að lausaganga skapi mikla hættu.“ En hvað um breytingar á vegalögum sem tóku gildi 1. janúar 1995? „Samkvæmt 56. grein í vegalögum er nr. 45 er lausaganga búfjár bönnuð sé girt beggja vegna við stofn- eða tengiveg. Hins vegar hefur enn ekki reynt á hvort þessi lög séu rétthærri heldur en 88. gr. um­ferðarlaga sem kveður á um ótakmarkaða ábyrgð ökumanns. Slíkt mál er nú komið fyrir hér­aðsdóm og skammt að bíða þess að dómur falli. Ef 56. grein heldur ekki fyrir dómi þá er öll sú vinna sem lögð var í breytingar á vegalögum gagnlaus og ástandið mun þá enn haldast óbreytt,“ segir Sumarliði Guðbjörnsson.

Takmarkaðri bótaréttur erlendis.
    Að sögn Sigmars Ármannssonar hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga gilda svipaðar reglur um skaðabótaábyrgð ökumanna í nágrannaríkjunum. „Hins vegar höfum við stöku sinnum orðið varir við nokkra undrun hjá erlendum tryggingafélögum vegna skaðabótakrafna fyrir búfénað. Í tilfellum þar sem erlent ökutæki ekur á búfénað á íslenskum vegum ber sam­tökum bifreiðatryggingafélaga hér á landi að bæta slíkt tjón samkvæmt íslenskum reglum. Síðan endurkrefjum við skaðabæturnar hjá hinum erlendu vátryggingafélögum þessara öku­tækja. Sum þessara vátryggingafélaga hafa hins vegar leitað sérstakra skýringa á þessum kröfum þar sem bótaréttur eigenda búfjársins virðist sums staðar ekki jafn afdráttarlaus og hér á landi.“

Ökumenn í órétti.
    Í dag er aðeins hluti þjóðvegar eitt girtur af beggja vegna vegar og enn eru margir hreppar sem leyfa lausagöngu. Af því leiðir að ökumenn eru víða ábyrgir aki þeir á skepnu og breytir þá engu hver tildrög slyssins eru. Vegna þessa hafa bændur og búfjáreigendur getað fengið sauðfé og stórgripi bætta burtséð frá ástæðum slyssins.
    Ef ökumaður hverfur af vettvangi eftir ákeyrslu hafa margir bændur tryggingu sem bætir fyrir skepnuna. Með slíkri tryggingu dugar bónda að fá staðfestingu lögreglu á því að hann hafi fundið dauða kind eða lamb í vegkanti vegna ákeyrslu og fær hann þá bætur greiddar frá sínu tryggingafélagi.
    Þó svo að veghaldara sé í lögum heimilt að fjarlægja búfé á kostnað búfjárhaldara er slíkt afar fátítt. Nefnt hefur verið í þessu sambandi að verði bóndi uppvís að því að sauðfé hans sæki ítrekað á vegstæði, þar sem lausaganga er bönnuð, verði sá búpeningur fjarlægður. Auk áfallins kostnaðar verði bóndinn jafnframt sektaður enda séu hans búhættir ekki samkvæmt lögum og ógnun við umferðaröryggi.
    Hér skal þó tekið fram að ekki er eingöngu við bændur að sakast. Margir hafa bent á að frá upphafi hafa vegir verið lagðir um heimalönd bænda og þess vegna sé það veghaldara að sjá um uppbyggingu og viðhald girðinga. Lengi hefur verið deilt um þetta mál eða þar til endurbætur voru gerðar á vegalögum árið 1995. Með þeim voru tekin af öll vafaatriði um ábyrgð og skyldur bænda. Með lögunum sér Vegagerðin, í samstarfi við viðkomandi bónda, um að koma upp girðingu í heimalöndum við tengivegi og þjóðveg 1 en að því loknu er girð­ingin á ábyrgð bóndans.
    Sumir halda því fram að með nýju lögunum sé gengið nokkuð hart að bændum sem séu margir illa staddir fjárhagslega. Á undanförunum árum hafi kjör þeirra versnað og margir þeirra hafi einfaldlega ekki efni á því að halda girðingum við. Þar þurfa stjórnvöld að athuga með hvaða hætti þau geta komið bændum til aðstoðar.

Hreppar leyfa aftur lausagöngu hrossa.
    „Alvarlegustu búfjárslysin eru oftast þegar keyrt er á hross. Við ákeyrslur lenda hross oft ofan á bifreiðinni, framrúða kurlast, þak leggst niður og dýrið kastast út fyrir veg (lögreglu­maður).“
    Fram til ársins 1995 var sú regla að einungis þar sem lausaganga hesta var bönnuð og fjárheldar girðingar voru beggja vegna vegar gat ökumaður vænst þess að fá tjón sitt bætt. Þessar reglur höfðu gilt frá árinu 1973 með endurbótum vorið 1991 en þá var sveitarstjórn­um gefnar rýmri heimildir til að fyrirskipa bann við lausagöngu hrossa.
    Ef marka má fyrrnefnda könnun greinarhöfundar er ljóst að breytingar á búfjárhaldi hafa ekki skilað tilskildum árangri. Ein skýring kann að vera sú að ábyrgð hestaeigenda hefur ver­ið lítil. Þrátt fyrir fyrrnefnd lög féllu margir dómar eigendum hesta í vil þó svo að girt væri beggja vegna vegar og lausaganga bönnuð. Þar kom til kasta 88. gr. umferðarlaga sem kveður á um algjöra ábyrgð ökumanna nema til komi stórfellt gáleysi tjónþola. Til viðbótar voru sveitarstjórnir og hreppar misfljótir að tileinka sér þessar nýju reglur og enn þann dag í dag leyfa margir hreppar lausagöngu stórgripa. Dæmi um þetta má nefna Húnavatnssýslu. Þar banna aðeins 3 hreppar af 12 lausagöngu hrossa (ath. fyrir sameiningu), og aðeins einn bann­ar bæði lausagöngu sauðfjár og hrossa.
    Í kjölfar endurbóta á lögum um búfjárhald árið 1991 var oftar farið að kanna aðstæður og ástæður fyrir ákeyrslum. Það var síðan í janúar 1994 að undirréttur dæmdi tryggingafé­lagi í vil vegna bótakröfu bónda sem átti hross sem ekið var á. Í framhaldi af því gekk Djúp­árhreppur í Rangárvallarsýslu fram í því að aflétta sjö ára gömlu banni við lausagöngu hrossa. Auglýsing þeirra birtist í Lögbirtingablaðinu í september 1994. Fleiri hreppar fylgdu þessu fordæmi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Flestar ákeyrslur á bundnu slitlagi.
    Frá árinu 1990 hefur bundið slitlag lengst úr 890 km í 1.122. Í kjölfarið hefur hraði aukist og umferð orðið meiri. Samt sem áður virðist sem Vegagerðin sjái sér ekki hag í því að tryggja að koma upp fjárheldum girðingum meðfram vegum með bundnu slitlagi. Þetta sést vel þegar lögregluskýrslur úr umdæmi Skagafjarðar eru skoðaðar. Þar kemur í ljós að af 72 árekstrum við búfénað sem urðu árin 1994 til 1996 urðu aðeins 3 þeirra á möl.
    Að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar, telur Vegagerðin sig ekki skuldbundna til að tryggja að vegir séu lausir við ágang búfjár. Þessu til stuðnings bendir hann á vegalög. Einnig hefur Vegagerðin bent á að sumstaðar sé kostnaður svo hár við girðingar að hagkvæmara sé að kaupa upp búfjárstofna.
    Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni hefur hún frá árinu 1991 lagt 140 milljónir króna beint til viðhalds og uppbyggingar girðinga við vegstæði eða um 23 milljónir króna á ári. Í þessum tölum eru þó ekki girðingar við nýlagða vegi.

Mörg grá svæði.
    Víst er að þótt lög og reglugerðir hafi verið settar eru gráu svæðin enn of mörg. Lítið virð­ist þokast í þessum málum og róttækar breytingar eru ekki í nánd. Á Alþingi hefur þó hópur þingmanna með Steingrím J. Sigfússon í fararbroddi reynt að koma í gegn lagafrumvarpi sem banna mun alla lausagöngu hrossa við stofn- og tengivegi. Frumvarpi þessu hefur jafnan ver­ið vísað til nefndar og það svæft.
    Þó má minnast á að fyrir um ári skipaði Félag íslenskra bifreiðaeigenda nefnd sem fjalla skyldi um málið. Ástæður þess voru þær að FÍB höfðu borist fjölmargar ábendingar frá öku­mönnum vegna lausagöngu búfjár. Skipað var í nefndina hinn 28. ágúst 1996. Þar var flest­um hagsmunaaðilum boðið að taka þátt í umræðum svo sem Bændasamtökum Íslands, dóms­málaráðuneytinu, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum landflutningamanna, Vegagerðinni og Umferðarráði. Þrátt fyrir að rúmt ár sé síðan nefndin var skipuð hefur eng­inn fundur verið haldinn.

Enginn veit hver er næstur.
    Svo virðist sem þessi óþörfu búfjárslys séu orðin hluti af umferðarmenningu okkar og ekki horfur á breytingum í nánd. Þær endurbætur sem gerðar voru á búfjárlögum 1991 og á vega­lögum árið 1995 hafa ekki skilað tilætluðum árangri, a.m.k. fækkar ekki slysum. Það er því ljóst að enn á ný þarf að endurskoða lög um búfjárhald og þar þurfa allir hagsmunaaðilar að taka höndum saman. Á þessu ári sem nú er rétt að byrja má reikna með að um 130 ökumenn keyri á skepnu á þjóðvegum landsins og þar veit enginn hver verður næstur.

Fylgiskjal II.


Hugi Hreiðarsson:

Könnun á árekstrum við búfé á árunum 1994–96.


Úrtakið nær til 30 lögregluembætta um land allt.


1994
Kindur
1994
Hross
1995
Kindur
1995
Hross
1996
Kindur
1996
Hross
Keflavík
0 0 1 0 0 3
Grindavík
0 0 0 0 0 0
Hafnarfjörður
0 0 0 0 0 0
Reykjavík, Mosfellsbær
3 1 1 1 8 1
Kópavogur
1 0 0 0 1 0
Akranes
0 0 0 0 0 0
Borgarnes
27 2 20 5 23 2
Stykkishólmur
1 2 12 3 5 0
Ólafsvík
5 0 4 1 0 0
Grundarfjörður
7 0 1 0 7 0
Búðardalur
3 0 4 0 11 1
Patreksfjörður
4 0 1 0 0 0
Hólmavík
5 0 9 0 9 0
Ísafjörður
1 0 4 0 4 0
Blönduós
3 2 7 12 3 3
Sauðárkrókur
8 12 12 15 13 17
Akureyri
0 7 1 8 2 0
Ólafsfjörður
5 0 5 0 3 0
Siglufjörður
1 0 0 0 0 1
Húsavík
1 4 15 5 10 1
Egilsstaðir
3 0 4 0 8 0
Höfn
3 1 5 0 1 2
Seyðisfjörður
0 0 0 0 0 0
Vopnafjörður
4 0 2 0 9 1
Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður
18 0 14 0 22 0
Neskaupstaður
0 1 0 0 0 0
Hvolsvöllur
0 4 0 3 1 3
Selfoss
4 0 14 1 12 0
Vík
3 1 8 2 5 1
Vestmannaeyjar
0 0 0 0 0 0
Samtals hver tegund
79 34 122 50 125 30
Samtals
113 172 155

Kindur/hrútar, lömb 326
Hestar/folöld 114
Alls 440
Meðaltal 108 kindur á ári
38 hross á ári

     Athygli vekur að óhöppum fjölgar um 35% milli áranna 1994 og 1996. Fjöldi dýra 1986–88 var 430.

Fylgiskjal III.


Upplýsingar um umferðaróhöpp sem tengjast búfé.



ÁRIÐ 1987



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár) (sv. 2)     4     0     76
Suðurland (vestan Þjórsár) (sv. 3)     11     0     145
Reykjanes (sv. 4)     20     0     574
Vesturland (sv. 5)     26     2     199
Vestfirðir (sv. 6)     0     0     55
Norðurland vestra (sv. 7)     8     2     119
Norðurland eystra (sv. 8)     8     0     128
Austurland (sv. 9)     /     0     108

LANDIÐ ALLT     78     4     1.404

Ath. Upplýsingar Vegagerðarinnar um slys á þjóðvegum byggjast á lögregluskýrslum. Frá 1. mars 1988 hefur verið ætlast til að þeir ökumenn, sem lenda í óhöppum, skrái sjálfir upplýsingar um óhappið án aðstoðar lög­reglu. Við breytinguna fækkaði því óhöppum sem Vegagerðin fær upplýsingar um.

ÁRIÐ 1988



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     flöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     0     0     43
Suðurland (vestan Þjórsár)     14     1     103
Reykjanes     21     2     493
Vesturland     13     0     135
Vestfirðir     0     0     72
Norðurland vestra     6     1     71
Norðurland eystra     7     0     79
Austurland     5     0     57

LANDIÐ ALLT     66     4     1.053



ÁRIÐ 1989



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     7     2     51
Suðurland (vestan Þjórsár)     11     0     125
Reykjanes     23     0     360
Vesturland     18     0     128
Vestfirðir     2     0     38
Norðurland vestra     14     4     76
Norðurland eystra     6     2     70
Austurland     2     0     53

LANDIÐ ALLT     83     8     901


ÁRIÐ 1990



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     13     1     57
Suðurland (vestan Þjórsár)     13     0     107
Reykjanes     18     2     329
Vesturland     26     2     129
Vestfirðir     /     /     40
Norðurland vestra     8     0     59
Norðurland eystra     6     1     64
Austurland     5     0     51

LANDIÐ ALLT     90     7     836


ÁRIÐ 1991



    Fjöldi slysa     Þar af fjöldi     Heildar-
    þar sem ekið     slysa með     fjöldi
    hefur verið     meiðslum     slysa
Svæði     á skepnur     á fólki     

Suðurland (austan Þjórsár)     5     0     47
Suðurland (vestan Þjórsár)     17     1     131
Reykjanes     13     0     315
Vesturland     11     0     151
Vestfirðir     /     0     33
Norðurland vestra     13     3     93
Norðurland eystra     5     0     53
Austurland     3     0     53

LANDIÐ ALLT     68     4     876


Upplýsingar frá lögreglunni á Blönduósi.


(16. mars 1993.)


    Samkvæmt beiðni var tekinn saman fjöldi umferðaróhappa sem urðu vegna ákeyrslu á búfé árin 1990–92 og eins sá fjöldi hrossa og kinda sem drápust af þessum sökum.

Kindur Hross Óhöpp
1990
2 5 7
1991
2 7 6
1992
8 7 14
Samtals
12 19 27

    Það sem af er árinu 1993 hefur verið ekið á tvö hross.
    Rétt er að fylgja þessum tölum aðeins úr hlaði. Þessi umferðaróhöpp og það búfé sem fórst af völdum þeirra er samkvæmt fyrirliggjandi lögregluskýrslum. Því til viðbótar er algengt að bændur finni kindur dauðar við þjóðveginn en slíkt er ekki skráð sem umferðar­óhapp heldur sem búfjártjón. Þar af leiðir að það sauðfé sem trúlega ferst af völdum ákeyrslu er mun fleira en framangreindar tölur gefa til kynna og hætta er á því að slíkir atburðir séu oft og tíðum hálfóhugnanlegir þar sem ekki er víst að kindurnar drepist strax þótt ekið sé á brott frá staðnum án þess að tilkynna um atburðinn. Þá er misjafnt hvað mörg hross eða margar kindur farast í hvert skipti sem ákeyrsla á sér stað en það getur verið frá því að ekkert dýr týni lífi en mest hafa þrjú hross drepist í einu.
    Það skal tekið fram að ástand þessara mála hefur batnað mjög mikið á síðustu árum. Ástand þessara mála er þó með öllu óviðunandi enda á umferð á 90 km/klst. og búfé á beit litla samleið.
    Ég vil koma því að að ég hef verið þeirrar skoðunar að eðlilegt væri að setja um þessa hluti heildarreglur þar sem kveðið er á um þessi mál. Að mínu mati standa hreppsnefndir of nálægt þessum hagsmunum til þess að hægt sé að ætlast til þess að þær setji undantekningar­laust á bann við lausagöngu búfjár innan hverrar sveitar fyrir sig enda hefur slíkt bann verið sett á aðeins í einum sveitarhreppi í þessu lögsagnarumdæmi. Eðlilegra væri að þar kæmu til heildarreglur þar sem ábyrgðinni væri deilt niður á ökutækið og ökumanninn annars vegar og búféð og eiganda þess hins vegar.

Virðingarfyllst,



Kristján Þorbjörnsson,


yfirlögregluþjónn.




Upplýsingar úr Skagafjarðarsýslu.


    Hvergi virðast vera eins tíðar ákeyrslur á búfé og í Skagafjarðarsýslu. Á árinu 1992 var lögreglu tilkynnt um 12 tilvik þar sem ekið hafði verið á búfé, en 16 árið áður. Ekið var á 5 hross, 11 kindur og einn nautgrip, á móti 19 hrossum og 6 kindum árið 1991. Ákeyrslunum hefur því heldur fækkað samkvæmt þeim upplýsingum er lögreglunni berast. Þó má alltaf gera ráð fyrir að lögreglu sé ekki tilkynnt um allar ákeyrslur á búfé, sérstaklega þegar ekið er á lömb yfir sumarmánuðina.
    Á árinu 1992 bárust lögreglunni 73 kvartanir um lausagöngu búfjár á þjóðvegum sýsl­unnar en 126 árið áður. Er þarna um verulega fækkun að ræða milli áranna sem ber að fagna. Skýringuna er sennilega að finna í frekari afskiptum lögreglu af þessum málum. Haldnir hafa verið fundir með bændum, hreppstjórum, oddvitum, starfsmönnum Vegagerðar og trygginga­félaga og málin rædd. Lögð er rík áhersla á að þar sem girt er beggja vegna vegar skuli veg­svæðið vera „skepnufrítt“.
    Þá má geta þess að þrír hreppar í sýslunni hafa bannað lausagöngu stórgripa.

Fjöldi kvartana vegna lausagöngu búfjár 1992.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 1 1 1 5 6 2 16
Fljótahr. 1 1
Hofshr. 1 1 1 1 4
Hólahr.
Lýtingssthr. 1 1 2
Rípurhr. 1 1
Sauðárkr. 1 1 1 2 1 6
Seyluhr. 1 2 1 1 1 1 1 8
Skarðshr. 1 1 2 2 6
Skefilssthr. 1 3 4
Staðarhr. 2 1 1 3 1 1 2 1 12
Viðvíkurhr. 1 1 1 1 1 3 3 2 13
Samtals 3 4 4 4 3 3 4 9 2 12 17 8 73

Búfé fyrir bifreiðum 1992.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 3 3
Fljótahr.
Hofshr. 1 1
Hólahr.
Lýtingssthr.
Rípurhr.
Sauðárkr.
Seyluhr. 1 1 1 3
Skarðshr. 1 1
Skefilssthr.
Staðarhr. 1 1 1 3
Viðvíkurhr. 1 1
Samtals 0 0 0 0 0 1 1 1 1 5 3 0 12


Nr. Skýrsla nr. Ökuhraði Akstursskilyrði Hvað kom fyrir
01 0 (29.6.) Ekki vitað Bjart Ekið á kind og af vettvangi
02 U-17-92 80 Bjart Ekið á kind og bifreiðinni velt
03 0 (31.8.) Ekki vitað Bjart Ekið á tvö lömb
04 Y-31-92 Ekki vitað Bjart Ekið kind og lamb
05 U-610-92 90–100 Myrkur Ekið á hest
06 U-32-92 70–80 Rökkur Ekið á hest og folald
07 U-33-92 Ekki vitað Myrkur Ekið á hest
08 0 (23.10.) Ekki vitað Myrkur Ekið á tvær kindur
09 U-38-92 60 Myrkur Ekið á nautgrip
10 0 (3.11.) Ekki vitað Myrkur Ekið á hross
11 0 (5.11.) Ekki vitað Myrkur Ekið á kind
12 U-39-92 60–70 Myrkur Ekið á tvær kindur

Ekið á skepnur í Skagafjarðarsýslu 1992.


Nr. Dags. Nr. Staður Lýsing óhapps Meiðsli
1 29.6. 00 Norðurlandsvegur móts við Vatnshlíð Ekið á kind og af vettvangi
2 20.7. 17 Siglufjarðarvegur móts við Lónkot Ekið á kind Ökumaður
3 31.8. 00 Sauðárkróksbraut við Holtsmúla Ekið á tvö lömb
4 7.9. 610 Sauðárkróksbraut við Stóru-Seylu Ekið á kind og lamb og af vettvangi
5 4.10. 31 Norðurlandsvegur við Sólheimagerði Ekið á hest
6 8.10. 32 Norðurlandsvegur við Sólheimagerði Ekið á hest og folald
7 8.10. 33 Norðurlandsvegur við Víðivelli Ekið á hest
8 23.10. 00 Siglufjarðarvegur við Narfastaði Ekið á tvær kindur
9 30.10. 38 Sauðárkróksbraut við Reynistað Ekið á nautgrip
10 3.11. 00 Sauðárkróksbraut við Gil Ekið á hest
11 5.11. 00 Sauðárkróksbraut við Ármúla Ekið á kind
12 7.11. 39 Norðurlandsvegur vestan Víðimýrarsels Ekið á tvær kindur

Fjöldi gripa sem varð fyrir bifreiðum 1992:
Kindur
11
Hross
5
Nautgripir
1
Samtals
16


Fjöldi kvartana vegna lausagöngu búfjár 1991.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 1 2 1 2 2 4 2 4 2 20
Fljótahr. 2 2
Hofshr. 2 2
Hólahr. 0
Lýtingssthr. 2 1 1 1 5
Rípurhr. 1 2 1 4
Sauðárkr. 6 3 2 1 3 1 16
Seyluhr. 4 2 9 2 1 1 1 2 2 1 7 32
Skarðshr. 2 1 4 3 10
Skefilssthr. 0
Staðarhr. 2 1 3 5 2 2 5 1 21
Viðvíkurhr. 1 2 2 1 1 1 4 2 14
Samtals 10 16 14 4 4 11 11 7 12 5 15 17 126

Búfé fyrir bifreiðum 1991.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 1 1
Fljótahr.
Hofshr. 1 1 1 3
Hólahr.
Lýtingssthr.
Rípurhr. 1 1
Sauðárkr.
Seyluhr. 1 1 1 2 1 1 1 8
Skarðshr. 1 1 2
Skefilssthr.
Staðarhr. 1 1
Viðvíkurhr.
Samtals 1 2 1 0 0 2 1 2 2 3 1 1 16


Nr.
Skýrsla nr. Uppgefinn hraði
Akstursskilyrði o.fl.
01 02 30–40 bundið slitlag myrkur skýjað ísing
02 08 90–100 bundið slitlag myrkur skýjað þurrt
03 09 80 bundið slitlag myrkur þoka ísing
04 11 70–80 bundið slitlag myrkur skýjað þurrt ók á eftir bifreið
05 553 50–60 malarvegur rökkur gott veður
06 42 90 bundið slitlag myrkur skýjað þurrt mæting
07 45 100 bundið slitlag myrkur skýjað þurrt
08 47 75–80 bundið slitlag myrkur léttskýjað hálka
09 50 60 bundið slitlag myrkur skýjað hálka mæting


Ekið á skepnur í Skagafjarðarsýslu 1991.


Nr. Dags. Nr. Staður Lýsing óhapps Meiðsli
1 9.1. 02 Sauðárkróksbraut við Grófargil Ekið á hest
2 6.2. 08 Norðurlandsvegur um Vallhólma Ekið á hest Ökumaður
3 14.2. 09 Sauðárkróksbraut við Kimbastaði Ekið á tvö hross Farþegi
4 5.3. 11 Norðurlandsvegur rétt vestan Valadalsár Ekið á tvö hross
5 18.6. 00 Sauðárkróksbraut í Hegranesi Ekið á kind og af vettvangi
6 28.6. 00 Siglufjarðarvegur, móts við Fell Ekið á kind og tvö lömb
7 14.7. 00 Siglufjarðarvegur, móts við Fell Ekið á lamb og af vettvangi
8 24.8. 00 Norðurlandsvegur um Vatnsskarð Ekið á folald og af vettvangi
9 31.8. 461 Norðurlandsvegur um Vatnsskarð Ekið á folald
10 14.9. 553 Skagavegur, brú yfir Gönguskarðsá Ekið á tvö hross
11 25.9. 00 Sauðárkróksbraut við Seylu Ekið á hest
12 11.10. 42 Norðurlandsvegur um Vatnsskarð Ekið á hest
13 25.10. 00 Siglufjarðarvegur, móts við Fell Ekið á lamb og af vettvangi
14 27.10. 45 Norðurlandsvegur við Silfrastaði Ekið á hest
15 17.11. 47 Sauðárkróksbraut við Hafsteinsstaði Ekið á þrjú hross
16 12.12. 50 Norðurlandsvegur við Vatnshlíð Ekið á þrjú hross

Samantekt:    19 hross í 12 tilvikum
                    6 kindur í 4 tilvikum

Fjöldi kvartana vegna lausagöngu búfjár 1990.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 1 1 1 2 1 1 2 1 10
Fljótahr. 1 1 2
Hofshr. 2 3 1 1 7
Hólahr. 2 2
Lýtingssthr. 1 1 2
Rípurhr. 1 1 2 4 4 12
Sauðárkr. 1 4 2 3 2 1 2 1 16
Seyluhr. 4 3 1 4 1 1 1 1 3 19
Skarðshr. 3 3 2 2 11
Skefilsthr. 1 1
Staðarhr. 3 3 2 5 1 1 2 17
Viðvíkurhr. 2 3 2 1 1 4 1 1 15
Samtals 12 19 14 10 13 4 7 5 8 11 9 2 114


Búfé fyrir bifreiðum 1990.


jan. febr. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. alls
Akrahr. 1 2 3
Fljótahr.
Hofshr. 1 1 2
Hólahr.
Lýtingssthr.
Rípurhr.
Sauðárkr.
Seyluhr. 1 1
Skarðshr. 1 1 2
Skefilsthr.
Staðarhr. 1 1 1 1 1 5
Viðvíkurhr. 1 1
Samtals 2 2 1 0 0 2 0 1 3 2 0 1 14

Nr. Uppgefinn hraði
10 60–70 km myrkur
14 70–80 km myrkur
34 50 km dagsbirta
59 70–80 km myrkur
64 50 km myrkur
72 60 km myrkur

Ekið á skepnur í Skagafjarðarsýslu 1990.


Nr. Dags. Nr. Staður Lýsing óhapps
1 15.1. 00 Reykjaströnd, mót við bæinn Stein Hestur fyrir bifreið
2 25.1. 10 Sauðárkróksbraut við Gígjarhól Hestur fyrir vöruflutningabifreið
3 4.2. 00 Siglufjarðarvegur við Ósland Hestur fyrir jeppabifreið
4 16.2. 14 Sauðárkróksbraut við Litlu-Gröf Hestur fyrir jeppabifreið
5 18.3. 00 Sauðárkróksbraut við Reynistað Hestur fyrir jeppabifreið
6 8.6. 217 Siglufjarðarvegur við Grafargerði Tvö lömb fyrir bifreið
7 28.6. 34 Norðurlandsvegur við Grjótá á Öxnadalsheiði Kind fyrir bifreið
8 3.8. 00 Skagavegur við Veðramót, Skarðshreppi Tvö lömb fyrir bifreið
9 2.9. 00 Norðurlandsvegur á Öxnadalsheiði (Grjótá) Hestur fyrir bifreið
10 12.9. 59 Norðurlandsvegur norðan Dalsár í Akrahr. Fjögur hross fyrir jeppabifreið
11 25.9. 61 Norðurlandsvegur við Vatnshlíð Hestur fyrir bifreið
12 8.10. 64 Siglufjarðarvegur við Kýrholt Hestur fyrir bifreið
13 9.10. 65 Sauðárkróksbraut við Holtsmúla Tvær kindur fyrir bifreið
14 28.12. 72 Sauðárkróksbraut við Út-Vík Hestur fyrir bifreið

    Samantekt:    13 hross í 10 ákeyrslum
                        7 kindur í 4 ákeyrslum
                         Engin slys á fólki


Fylgiskjal IV.


Samþykktir sveitarfélaga um búfjárhald


og bann eða takmörkun á lausagöngu búfjár.


(Samantekt 27. janúar 1998.)



I.


Samþykktir um búfjárhald, sbr. 3. gr. laga um


búfjárhald nr. 46/1991, staðfestar af landbúnaðarráðuneytinu.


Samþykkt nr.
Vatnsleysustrandarhreppur
255/1992 22.06.92
Grundarfjörður/Eyrarsveit
262/1992 25.06.92
Hofshreppur
302/1992 12.08.92
Kópavogur
329/1992 26.08.92
Eskifjörður
337/1992 04.09.92
Patrekshreppur
427/1992 30.11.92
Hvolhreppur
035/1993 20.01.93
Höfn
125/1993 16.03.93
Bíldudalshreppur
446/1993 25.10.93
Stokkseyrarhreppur
477/1993 18.11.93
Húsavík
577/1993 23.12.93
Bessastaðahreppur
031/1994 14.01.94
Ólafsfjörður
173/1995 13.03.95
Dalvík
377/1995 27.06.95
Siglufjörður
657/1997 20.11.97


II.


Samþykktir um bann við lausagöngu búfjár


skv. 5. gr. laga um búfjárhald nr. 46/1991.


Auglýstar í Lögbirtingablaðinu.



Ölfushreppur, Árnessýslu          01.11.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Hörðudalshreppur, Dalasýslu         01.12.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Eyrarbakkahreppur, Árnessýslu          01.12.1991
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Öxarfjarðarhreppur          03.12.1991           Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýslu         01.01.1992
     Bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum þjóðbrauta og stofnbrauta. Frestað ótímabundið gildistöku á vegsvæði Sölvadalsvegar.
Hofshreppur, Skagafirði         20.01.1992
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa á og við Siglufjarðarveg frá hreppamörkum Hólahrepps að bænum Vatni á Höfðaströnd.
Lýtingsstaðahreppur, Skagafirði          29.01.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa með vegi 752 frá Krithóli að Jökulsárbrú.
Svalbarðsstrandarhreppur, N-Þing.         01.04.1992
     Bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum þjóðbrauta innan fjallagirðinga.
Barðastrandarhreppur, V-Barð.          01.05.1992
    Bann við lausagöngu hrossa.
Austur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu         01.05.1992
     Bann við lausagöngu sauðfjár og nautgripa á þjóðvegi 1. Áfram í gildi bann við lausagöngu hrossa á þjóðvegum.
Breiðdalshreppur, S-Múl.          01.06.1992
     Bann við lausagöngu hrossa.
Suðurdalahreppur, Dalasýslu         01.07.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa.
Hvammstangahreppur, V-Hún.          01.03.1993
     Bann við lausagöngu búfjár á vegum í hreppnum, þ.e. þjóðvegi nr. 72, Hvammstangavegi, þjóðvegi nr. 771, Vatnsnesvegi og innan fjárheldrar girðingar samkvæmt reglugerð um búfjárhald á Hvammstanga frá 10. nóvember 1981.
Vopnafjarðarhreppur, N-Múl.         01.06.1994
     Bann við lausagöngu hrossa. Frestað gildistöku til 1. október 1994.
Hólmavíkurhreppur, Strandasýslu          06.09.1995
     Bann við lausagöngu hrossa á tímabilinu 1. október til 30. apríl.
Skógarstrandarhreppur, Snæf.- og Hnappadalssýslu         10.10.1995
     Bann við lausagöngu hrossa á eftirtöldum jörðum: Narfeyri, Ytra-Leiti, Stóra-Langadal, Klettakoti, Haukabrekku, Klungurbrekku og Ósi
Dalabyggð, Dalasýslu.          05.01.1995
     Bann við lausagöngu stórgripa á vegsvæðum stofnbrauta og þjóðbrauta frá 1. júní 1995 og alla lausagöngu stórgripa 1. október 1996. Eigendum og umráða mönnum er skylt að hafa þá í vörslu allt árið innan gripheldrar girðingar. Bann við lausagöngu geita frá 1. janúar 1995.
Aðaldælahreppur, S-Þing.          04.07.1996     
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa allt árið
Skeggjastaðahreppur, N-Múl.         26.02.1997
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa. Skulu gripir vera í girðingum eða annarri öruggri vörslu.
Reykhólahreppur, V-Barð.          09.10.1997
     Bann við lausagöngu alls búfjár þ.m.t. hrossa og nautgripa í þeim hluta Reykhólahrepps sem er fyrrum Múlahreppur og hins vegar bann við lausagöngu nautgripa og hrossa í öðrum hlutum hreppsins.
Skorradalshreppur, Borgarfjarðarsýslu          26.11.1997     
     Bann við lausagöngu hrossa.

III.
Samþykktir um bann eða takmörkun á lausagöngu hrossa
skv. 38. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973 (nú 5. gr. laga nr. 46/1991).
Auglýstar í Lögbirtingablaðinu.


                   Tók gildi
Leirár- og Melahreppur, Borgarfjarðarsýslu         31.05.1974
     Bann við lausagöngu hrossa.
    Bannið ítrekað með auglýsingu 14. október 1987.

Vallahreppur, S-Múl.         01.05.1983
     Bann við lausagöngu hrossa.
Borgarfjarðarhreppur, N-Múl.          31.07.1983
     Bann við lausagöngu hrossa í Borgarfirði og Njarðvík.
Grýtubakkahreppur, S-Þing.          24.10.1984
     Bann við lausagöngu hrossa á tímabilinu 15. október til 31. maí ár hvert.
Hraunhreppur, Mýrasýslu         01.01.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Nesjahreppur, A-Skaft.          18.03.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Skilmannahreppur, Borgarfjarðarsýslu         06.11.1986
     Bann við lausagöngu hrossa.
Hjaltastaðahreppur, S-Múl.          1986
     Samþ. í febrúar. Augl. í Lögbirtingablaði, mars – apríl. Bann við lausagöngu hrossa.
Innri-Akraneshreppur, Borgarfjarðarsýslu          14.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Eyjahreppur, Snæfellsnessýslu          28.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Reykholtshreppur, Borgarfjarðarsýslu          04.02.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Andakílshreppur, Borgarfjarðarsýslu         01.01.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Austur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Vestur-Eyjafjallahreppur, Rangárvallasýslu          22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Ásahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Fljótshlíðarhreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Hvolhreppur, Rangárvallasýslu.         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Rangárvallahreppur, Rangárvallasýslu         22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Borgarneshreppur, Mýrasýslu         01.06.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Norður-Ísafjarðarsýsla         26.06.1987
     Bann við lausagöngu hrossa í öllum hreppum.
Nauteyrarhreppur, tímabundið aflétt bann 1. apríl til 1. ágúst 1994
    á svæði sem liggur á milli Langadalsár í Langadal og sauðfjár-veikivarnargirðingar í Ísafirði         18.05.1994
Vestur-Ísafjarðarsýsla         01.07.1987
     Bann við lausagöngu hrossa í öllum hreppnum.
Reykhólahreppur, A-Barð.         18.12.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
Kjalarneshreppur, Kjósarsýslu         13.06.1988
     Bann við lausagöngu hrossa.
Svarfaðardalshreppur, Eyjafjarðarsýslu
     Bann við lausagöngu stórgripa 2. ágúst 1989 til 10. júní 1990.
Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu          01.02.1990
     Bann við lausagöngu hrossa. Bann við lausagöngu búfjár með vegum þar sem Vegagerðin hefur girt.
Hvalfjarðarstrandarhreppur, Borgarfjarðarsýslu          09.03.1990
     Bann við lausagöngu hrossa.
Kjósarhreppur, Kjósarsýslu          09.05.1990
     Bann við lausagöngu hrossa.
Mýrahreppur, A-Skaft.         01.07.1990
     Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Reykjahreppur, S-Þing         25.01.1991
    Bann við lausagöngu hrossa.
Kelduneshreppur, N-Þing.          08.02.1991
    Bann við lausagöngu hrossa og nautgripa.
Miklaholtshreppur, Hnappadalssýslu          01.05.1991
     Bann við lausagöngu nautgripa.
    Áfram í gildi bann við lausagöngu hrossa.


Eftirtalin sveitarfélög hafa aflétt
fyrra banni við lausagöngu búfjár.


Engihlíðarhreppur, A-Hún.          01.09.1992
     Bann við lausagöngu stórgripa á vegum í hreppnum, þjóðvegi 1, Norðurlandsvegi 74, Skagastrandarvegi 741, Neðribyggðarvegi og Mýrarvegi 742 að ristarhliði ofan Neðrimýrar.
     Banni aflétt 29.06.1994.
Torfalækjarhreppur, A-Hún.          16.04.1993
     Bann við lausagöngu stórgripa, þjóðvegur nr. 1, Svínvetninga-braut nr. 731, Reykjabraut nr. 724, frá þjóðvegi nr. 1 um Orrastaðaflóa að Fremri Laxárbrú og Miðásavegi nr. 725, frá þjóðvegi nr. 1 að brú á Torfalæk við Meðalheim.
     Banni aflétt 13.08.1996.
Djúpárhreppur, Rangárvallasýslu          22.05.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
    Banni aflétt 18.03.1994.
Stafholtstungnahreppur, Mýrasýslu          01.10.1987
     Bann við lausagöngu hrossa.
     Banni aflétt 18.04.1994.
Fáskrúðsfjarðarhreppur, S-Múl.
    Banni aflétt 20.05.1994.


IV.
Eldri samþykktir/reglugerðir sveitarfélaga um búfjárhald í
kaupstöðum og kauptúnum sem staðfestar voru af
félagsmálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 44/1964.


Neskaupstaður
Reglugerð nr. 065/1966
Vestmannaeyjar
Samþykkt nr. 238/1974
Hveragerði
Reglugerð nr. 310/1975
Stykkishólmur
Reglugerð nr. 258/1979
Borgarnes
Reglugerð nr. 509/1979
Sauðárkrókur
Reglugerð nr. 581/1981
Hvammstangi
Reglugerð nr. 675/1981
Þingeyrarhreppur
Reglugerð nr. 240/1982
Bolungarvík
Reglugerð nr. 474/1982
Hafnarfjörður
Reglugerð nr. 596/1982
Reyðarfjörður
Reglugerð nr. 037/1983
Höfðahreppur
Reglugerð nr. 730/1983
Garðabær
Reglugerð nr. 498/1983
Ísafjörður
Reglugerð nr. 349/1984
Akranes
Reglugerð nr. 473/1984
Eyrarbakki
Reglugerð nr. 425/1985
Reykjavík
Samþykkt nr. 461/1986
Þorlákshöfn
Reglugerð nr. 035/1988
Mosfellsbær
Samþykkt nr. 276/1988
Neshreppur utan ennis
Samþykkt nr. 217/1989
Búðahreppur
Samþykkt nr. 455/1989
Akureyri
Samþykkt nr. 129/1990
Ólafsvík
Samþykkt nr. 343/1990
Súðavíkurhreppur
Samþykkt nr. 379/1990
Selfoss
Lögreglusamþykkt frá 5. sept. 1989 þar sem fram kemur bann við lausagöngu búfjár.

Fylgiskjal V.


Skýrsla nefndar um búfé á vegsvæðum.


(Desember 1989.)





(15 síður myndaðar. Athugið pdf-skjalið.)